LazyTown

Characters

Stephanie Sportacus Robbie Rotten
Stingy Ziggy Pixel Trixie Mayor Bessie

About Lazytown

Það er allt á hvolfi í Latabæ. Solla stirða sem er bjartsýn stelpa með bleikt hár, flytur í Latabæ og hittir sérkennilegt samansafn bæjarbúa. Einn af þeim er Glanni glæpur, latasti glæpamaður í heimi.

Til allrar hamingju vaktar ofurhetjan Íþróttaálfurinn Latabæ. Íþróttaálfurinn er í mjög góðu formi, hann er fimur, frískur og fljótur á staðinn þegar þú þarfnast hans. Kristallinn hans tilkynnir honum þegar hjálpar er þörf og þá hleypur hann, stekkur eða flýgur til hjálpar á loftskipinu sínu.  Íþróttaálfurinn nær alltaf að bjarga deginum og hjálpa krökkunum í Latabæ að koma í veg fyrir að ráðabrugg Glanna glæps takist.

Krakkarnir í Latabæ eru forvitnir, fjörugir og ævintýragjarnir. Rétt eins og Solla stirða eru þau að uppgötva lífið og tilveruna.  Öll hafa þau sín sérkenni og ættu flestir krakkar að geta samsamað sig þeim.

Find Out More